Lykillinn

Lykillinn – Lýðræði og mannréttindi


Lykillinn hefst sem samþætt þemaverkefni en lýkur með stóru einstaklingsverkefni þar sem nemendur fara í gegnum hönnunarferlið til að búa til afurð að eigin vali. Allt verkefnið er 26 samþættar einingar í fjórum þemum sem líka er hægt er að nýta sem sjálfstæð verkefni. Einstaklingsverkefnið er stærsta verkefnið innan Lykilsins og má auðvelda yfirfæra yfir á önnur verkefni. 

Fyrsta verkefnið heitir „Lýðræði og mannréttindi” og samanstendur af 8 einingum. Til að byrja með fjalla nemendur um hugtökin lýðræði og mannréttindi, læra að skrifa fréttir og ljúka ferlinu með blaðaútgáfu. Næsta þema einkennist af upphitunarverkefnum fyrir hönnunarhugsun þar sem nemendur gera leikþátt og vinna með textíl. Þriðji hlutinn er sjálfur Lykillinn sem er stórt einstaklingsverkefni í 12 námseiningum þar sem gert er ráð fyrir að nemendur grípi til aðgerða til að efla mannréttindi í heiminum. Nemendur ákveða viðfangsefnið, gera verk- og tímaáætlun – ákveða hverja þeir þurfa að fá til liðs við sig til að verkefnið verði að veruleika, ígrunda og skrifa ítarlega skýrslu um verkefnið. Í lokin halda nemendur kynningu á verkefninu sínu og lýsa ferlinu og hvað þurfti til að ljúka því. Einskonar matsnefnd metur verkefnið útfrá verkefnalýsingu sem nemendur hafa sjálfir útbúið. Lykilatriðið í Lyklinum er ferlið og í sjálfu sér geta nemendur stjórnað viðfangsefnum sínu sjálfir. Einstaklingsverkefnið Lykillinn getur verið viðfangsefni sem nær yfir mjög langan tíma – allt upp undir heila önn. Lyklinum fylgja tvær einingar „Fyrirtækjaverkefni” fyrir þá nemendur sem eru með vörur sem mögulega er hægt að markaðssetja og stofna fyrirtæki um. Að lokum eru 7 valverkefni sem hægt er að nýta fyrir nemendur til að hvíla Lykilinn eða fyrir þá nemendur sem einhverra hluta vegna taka ekki þátt í heildarferlinu. Valverkefnin er auðvelt að aðlaga áhugasviðum og útfæra á persónumiðaðan hátt. 

Áætluð lengd: Það er erfitt að áætla heildartímafjölda allra verkefna Lykilsins, en verkefnin eru það viðamikil að þau geta í raun náð yfir um það bil 40% af íslensku, list- og verkgreinum, lykilhæfni, náttúrugreinum, samfélagsgreinum, stærðfræði, upplýsinga- og tæknimennt.

Unglingastig: Þetta þemaverkefni er skrifað fyrir unglingastig. Verkefnið má þó auðveldlega vinna með yngri eða eldri nemendum, með því að uppfæra hæfniviðmiðin og aðlaga viðfangsefnin. 

Kennslufræði: Megináhersla þessa verkefnis er þjálfun í frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun og AAR námsferlinu. Nemendur ígrunda stöðu mannréttar og lýðræðis í heiminum. Að þeir sjái sjálfan sig sem hluta af lausninni (anticipate), að þeir finni leiðir til að draga úr misrétti (action) og að þeir finni lausnir sem þeir kynna sem geta hjálpað til að stuðla að betri mannréttindum og/eða raunverulegu lýðræði (reflection). 

Handbók kennara er aðgengileg hér sem Google Doc skjal. Hægt er að taka afrit og aðlaga skjalið. Allar góðar hugmyndir og ábendingar um hvað betur má fara eru vel þegnar sem komment inni í skjalinu.