Gæðavottun

Gæðavottunin er ætluð skólum sem vilja staðfesta að starfshættir samræmist gæðastarfi Nýsköpunarskóla 

Í gegnum innra mat grunnskóla má sannreyna hvort að starfshættir skólans beri skýr einkenni gæðastarfs eða með ytra mati yfirvalda menntamála eða utanaðkomandi aðila. Gæðaviðmið um nám og kennslu fyrir Nýsköpunarskóla byggja á viðmiðum um gæðastarf í grunnskólum (MMR) og „Frá draumi til veruleika” Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt.

Þeir skólar sem hlotið hafa gæðavottun sem nýsköpunarskóli bera Nýsköpunarlykilinn í þrjú ár því til staðfestingar. Vottunina þarf að endurnýja á þriggja ára fresti.


Gæðavottun – Nýsköpunarlykillin

Gæðavottunin Nýsköpunarlykillinn er staðfesting á því að viðkomandi skóli hafi öðlast rétt til að bera Nýsköpunarlykilinn. Úttektin er misviðamikil og fer eftir því hvernig stöðu innra mats er háttað og hve langt skólarnir eru komnir við að innleiða viðmið um gæðastarf í Nýsköpunarskólum.

Gæðaviðmið um gæðastarf í Nýsköpunarskólum

Gæðaviðmið um nám og kennslu hafa verið útfærð sérstaklega og byggja á norrænu gæðaviðmiðunum „Frá draumi til veruleika” og viðmiðum um gæðastarf í grunnskólum (MMS; 2019), gæðaviðmiðum menntastefnu Reykjavíkurborgar um sköpun og Matstæki um þróun skólastarfs í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og lærdómssamfélag (2018).

Gæðaviðmið um stjórnun fyrir Nýsköpunarskóla

Stjórnun er mikilvægur þáttur í skólastarfi grunnskóla sem vilja kalla sig Nýsköpunarskóla. Í viðmiðum um stjórnun er lögð sérstök áhersla á samvinnu og samstarf við atvinnulíf, félagasamtök, íþróttafélög, listamenn og listastofnanir á upptökusvæði hvers skóla. Samvinna við grenndarsamfélag Nýsköpunarskóla er lykilþáttur í starfseminni.

Handbók og leiðbeiningar um innra mat og notkun gæðakerfis Nýsköpunarlykilsins



Fleiri Gögn


Innra mat – Viðmið og vísbendingar um gæðastarf

Stjórnun og fagleg forysta – Viðmið og vísbendingar um gæðastarf

Nám og kennsla – Viðmið og vísbendingar um gæðastarf

Innra mat – Matslisti

Stjórnun og fagleg forysta – Matslisti

Nám og kennsla – Matslisti innra mats

Forsnið – Innra mats skýrsla

Starfsáætlun innra mats

Langtímaáætlun – Innra mat