Tækniþema

Tækniþema – Sköpun


Verkefnið er 27 námseiningar í sjö hlutum sem hægt er að taka fyrir í einu samfelldu þema eða að brjóta niður í fjögur þemu, fjölmargar námseiningar má taka fyrir einar og sér. Fyrsti hlutinn er kveikja og forþekkingarvinna en svo tekur við annar hluti „Tækni í umhverfi okkar” þar sem fjallað tækni í okkar nánasta. Nemendur skoða tæknina í kringum sig og útbúa líkan af tæki sem þeim finnst vera mikilvægt og velta fyrir sér áhrifum tækninnar á sitt nánasta umhverfi. „Samgöngur og tækni” er þá þriðji hlutinn, þar sem nemendur skoða þróun samgangna út frá bókinni Around the World in 80 days og læra þannig um þróun samgangna á ensku. Í fjórða hlutanum „Híbýli og tækni” gera nemendur meðal annars líkan af drauma herberginu sínu og tengja saman stærðfræði og líkanagerð – þau ígrunda framtíðina og hvernig framtíðartækni getur birst á heimilum. Í fimmta hlutanum „Heilsa og tækni” vinna nemendur fyrst með bókina Vélmennið í grasinu (sem er gott að byrja að lesa strax í upphafi þemans og vera búin með þegar kemur að þessum hluta). Næst búa nemendur til vélmenni og hreyfibraut fyrir nemendur skólans. Að lokum er sjötti og síðasti hlutinn tvö STEAM verkefni sem hægt er að grípa í eða vinna síðast. 

Áætluð lengd: heildartímafjöldi getur verið til dæmis 2×2 kennslustundir á viku í 6 vikur eða 24 tímar. Það er líka auðvelt að fara á dýptina með verkefni og  nota þannig meiri tíma í hvert þeirra og jafnvel hafa verkefnið sem fasta tíma í töflu nemenda í eina önn eða heilt skólaár. Sumar námseiningar eru þannig að þær má vinna með í nokkrar kennslustundir. Mikilvægt er að kennarar lesið verkefnið vel í gegn og geri þær breytingar sem henta. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að námslotan sé samfelld er auðvelt að taka einstök verkefni út og vinna með. 

Námsgreinar: íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, enska, samfélagsgreinar, stærðfræði, upplýsinga- og tæknimennt. STEM er bæði samþætt inn í námsferlið og svo fylgja viðbótarverkefni með neðst. 

Yngsta stig: þetta þemaverkefni er skrifað fyrir yngsta stig. Verkefnið má þó auðveldlega vinna með eldri nemendum, með því að uppfæra hæfniviðmiðin og aðlaga viðfangsefnin. Megináhersla þessa verkefnis er þjálfun í frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun. 

Handbók kennara er aðgengileg hér sem Google Doc skjal. Hægt er að taka afrit og aðlaga skjalið. Allar góðar humyndir og ábendingar um hvað betur má fara eru vel þegnar sem komment inni í skjalinu.